Þétting (Borgarleikhúsið 1991)

Íslensk leikrit
ÞÉTTING
Leikrit eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson

sibthett
Ungur maður tekur virkan þátt í verkfallsaðgerðum og vinnudeilu kennara. Hann er tónlistarmaður meðfram kennslu og kona hans vinnur við bókhald. Er verkfall opnberra starfsmanna brestur á kemur í ljós að móðir hans þarf á ný að fara í krabbameinsmeðferð á spítala. Heilsu móðurinnar hrakar og systir unga mannsins snýr aftur heim frá Bandaríkjunum þar sem hún hefur starfað sem sýningarstúlka. Hún telur að lækna megi veikindi móðurinnar með nýjum tilraunalyfjum, en ljóst er að verkfallsaðgerðir bróður hennar munu hamla slíku. Þessi átök systkinanna og átök unga mannsins við föður þeirra, verða til að draga fram ýmislegt úr fortíðinni sem varpar ljósi á athafnir og lífshlaup persónanna.
Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson
Tónlist: Stefán S. Stefánsson
Tóndæmi væntanlegt...Eek

Leikmynd: Jón Þórisson
Aðalleikarar: Krisján Franklín Magnús, Sigrún Edda Björnsdóttir, Pétur Einarsson, Sigrún Waage, Soffía Jakobsdóttir.
Leikfélag Reykjavíkur 1991

Pin It