Sitji Guðs Englar (Radio play)

Sitji Guðs englar


Útvarpsleikrit eftir Guðrúnu Helgadóttur

Leikgerð Illugi Jökulsson
Leikstjóri Hallmar Sigurðsson

SITJI GUÐS ENGLAR saman í hring er fjölskylduleikrit sem byggt er á hinum vinsælu bókum Guðrúnar Helgadóttur.

Í leikritinu segir frá daglegu lífi barnmargrar sjómannsfjölskyldu í sjávarþorpi fyrir fimmtíu árum.

Með helstu hlutverk fara: Rúrik Haraldsson, Þóra Friðriksdóttir, Edda Heiðrún Bachmann, Brynhildur Guðjónsdóttir, Gunnur Þórhallsdóttir, Eyþór Rúnar Eiríksson, Davíð Steinn Davíðsson, Sigríður María Egilsdóttir og Valdimar Örn Flygenring.

Stefán S. Stefánsson samdi tónlistina og hljóðvinnslu annaðist Grétar Ævarsson.

Titillagið úr leikritinu eftir Stefán S. Stefánsson sem hér leikur það á altó saxófón ásamt Hilmari Jenssyni gítarleikara.

Frumflutt á Rás 1 1999.

Pin It